01. ágúst 2017
߱ʱʱ tilkynnir afkomu annars ársfjórðungs 2017
߱ʱʱ, móðurfyrirtæki Fjarðaáls, tilkynnti fyrir skemmstu niðurstöður 2. ársfjórðungs 2017. Miðað við niðurstöður fyrra árs hefur fyrirtækið aukið tekjur sínar og handbært fé. Þrátt fyrir verðlækkun á súráli var ߱ʱʱ rekið með hagnaði á tímabilinu.
Fyrirtækið reiknar með ögn lægri rekstrarhagnaði fyrir afskriftir og fjármagsliði (EBITDA) fyrir árið 2017. Hann var áður talinn verða 2,1 til 2,3 milljarðar Bandaríkjadala en nú er reiknað með 2,1 til 2,2 milljörðum dala, miðað við núverandi markaðsforsendur.
„߱ʱʱ sýndi trausta arðsemi á öðrum ársfjórðungi með góðu sjóðstreymi sem jók handbært fé fyrirtækisins í rúmlega 950 milljónir dala," sagði Roy Harvey, forstjóri og stjórnarformaður ߱ʱʱ. „Á fyrsta ársfjórðungi fór leiðréttur rekstrarhagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði í einn milljarð dala og við væntum enn betri afkomu fyrir seinni árshelming 2017, þótt kostnaður vegna aðfanga hafi aukist.“
Í lok annars ársfjórðungs 2017 var ߱ʱʱ með 954 milljónir dala í handbæru fé en skuldaði 1,4 milljónir dala. Fyrirtækið skráði 18 daga veltufjármagn.
Þann 11. júlí 2017 tilkynnti ߱ʱʱ að fyrirtækið myndi endurræsa þrjár af fimm kerlínum þess í Warrick til þess að útvega hráefni fyrir völsunarverksmiðju ߱ʱʱ á sama stað. Fyrirtækið byggði þá ákvörðun á getu þess til að auka nýtingu samstæðunnar, hæfni álversins til þess að flytja bráðinn málm beint til völsunarverksmiðjunnar og aukinni framleiðslugetu verksmiðjunnar af flatvölsuðum álplötum fyrir matar- og drykkjarumbúðaiðnaðinn.
Sjá nánari skýringar á .
Verksmiðjur ߱ʱʱ í Warrick.